sunnudagur, 31. ágúst 2014

Hreinsa nýrun

„Ég er ein af þeim heppnu sem eiga ennþá ein­tak af bók Louise L. Hay, Hjálpaðu sjálf­um þér. Bók­in er ein af þess­um sjálfs­hjálp­ar­bók­um sem virðast enda­laust halda gildi sínu. Því miður hef­ur hún verið ófá­an­leg í mörg ár á ís­lensku, en á frum­mál­inu heit­ir hún You Can Heal Your Life. Aft­ast í bók­inni er að finna kafla sem heit­ir List­inn. Þar teng­ir Louise sam­an mis­mun­andi líf­færi og heilsu­fars­ástand við til­finn­ing­ar okk­ar. Hún seg­ir til dæm­is nýrna­vanda tengj­ast gagn­rýni, von­brigðum, upp­gjöf, mis­tök­um, hirðuleysi um sjálfið, kvíða og barna­leg­um viðbrögðum. Nýrna­bólga teng­ist að henn­ar mati of­ur­viðbrögðum við von­brigðum og mis­tök­um,“ seg­ir Guðrún Berg­mann í sín­um nýj­asta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu. 
„Staðfest­ing­ar sem nota á til að heila nýrun eru meðal ann­ars: „Allt er rétt sem á sér stað í lífi mínu. Ég losa um hið gamla og fagna hinu nýja. Allt er gott.“
En hvort sem við heil­um nýrun með því að vinna úr til­finn­ing­um okk­ar eða ekki, þá er lík­legt að salt og ýmis eit­ur­efni úr blóðinu safn­ist upp í nýr­un­um, en það er ein­mitt eitt af hlut­verk­um nýrn­anna að sía blóðið. Hér er ein­föld leið til að hreinsa nýrun.
Taktu ½ búnt af ferskri stein­selju eða heilt búnt af fersk­um kórí­and­er (cil­antro) og þvoðu. Ég nota búnt eins og er í ís­lensku kryd­d­jurtapökk­un­um. Skerðu jurtirn­ar í litla bita og settu í pott. Ef þú not­ar kórí­and­er set­urðu það í ca 1,5 lítra af vatni. Ef þú not­ar stein­selju set­ur þú það í ca ½ lítra af vatni. Það er vegna þess að stein­selj­an er öfl­ugri og það þarf minna af henni en af kórí­and­ern­um.
Láttu jurtirn­ar sjóða í tíu mín­út­ur. Taktu pott­inn af hell­unni og láttu vökv­ann kólna aðeins. Sigtaðu svo vökv­ann og settu hann í hrein­ar flösk­ur. Settu flösk­urn­ar í ís­skáp til að kólna.
  • Drekka má eitt glas, um 2-2,5 dl, á dag ef soðinn er kórí­and­er.
  • Drekka má 1/​3 dl ef soðin er stein­selja, því hún er mun öfl­ugri.
Þú munt taka eft­ir því að lík­am­inn los­ar sig við salt og önn­ur upp­söfnuð eit­ur­efni úr nýr­un­um í gegn­um þvagið og lykt­in af því verður sterk­ari. Einn skammt­ur af svona jurtaseyði á að duga til að hreinsa nýrun, en svo má end­ur­taka hreins­un­ina aft­ur eft­ir ein­hvern tíma.“
Sjá heim­ild­ir HÉR

sunnudagur, 30. mars 2014

Birkite

Ilmurinn af sumrinu


Íslensku birkilaufin eru góð ein og sér í te en þau eru líka mjög góð með öðrum te jurtum.
Ég set oftast þurrkuð birkilauf í tein sem ég bý til :) 

Birkilaufin er mest notuð við alls konar gigt, gegn of háum blóðþrýstingi og bjúgmyndun. Einnig eru þau notuð til að vinna gegn nýrna og þvagrásarsýkingum. 
þau eru bólgueyðandi, talin örva lifur og styrkja nýru. þau eru heilnæm og góð til daglegrar notkunar.

Mintute

Ég elska kalt te , þessi er með lífrænum mintulaufum, þarf að sitja í smá tíma í vatninu til að finna bragðið af þeim.