sunnudagur, 31. ágúst 2014

Hreinsa nýrun

„Ég er ein af þeim heppnu sem eiga ennþá ein­tak af bók Louise L. Hay, Hjálpaðu sjálf­um þér. Bók­in er ein af þess­um sjálfs­hjálp­ar­bók­um sem virðast enda­laust halda gildi sínu. Því miður hef­ur hún verið ófá­an­leg í mörg ár á ís­lensku, en á frum­mál­inu heit­ir hún You Can Heal Your Life. Aft­ast í bók­inni er að finna kafla sem heit­ir List­inn. Þar teng­ir Louise sam­an mis­mun­andi líf­færi og heilsu­fars­ástand við til­finn­ing­ar okk­ar. Hún seg­ir til dæm­is nýrna­vanda tengj­ast gagn­rýni, von­brigðum, upp­gjöf, mis­tök­um, hirðuleysi um sjálfið, kvíða og barna­leg­um viðbrögðum. Nýrna­bólga teng­ist að henn­ar mati of­ur­viðbrögðum við von­brigðum og mis­tök­um,“ seg­ir Guðrún Berg­mann í sín­um nýj­asta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu. 
„Staðfest­ing­ar sem nota á til að heila nýrun eru meðal ann­ars: „Allt er rétt sem á sér stað í lífi mínu. Ég losa um hið gamla og fagna hinu nýja. Allt er gott.“
En hvort sem við heil­um nýrun með því að vinna úr til­finn­ing­um okk­ar eða ekki, þá er lík­legt að salt og ýmis eit­ur­efni úr blóðinu safn­ist upp í nýr­un­um, en það er ein­mitt eitt af hlut­verk­um nýrn­anna að sía blóðið. Hér er ein­föld leið til að hreinsa nýrun.
Taktu ½ búnt af ferskri stein­selju eða heilt búnt af fersk­um kórí­and­er (cil­antro) og þvoðu. Ég nota búnt eins og er í ís­lensku kryd­d­jurtapökk­un­um. Skerðu jurtirn­ar í litla bita og settu í pott. Ef þú not­ar kórí­and­er set­urðu það í ca 1,5 lítra af vatni. Ef þú not­ar stein­selju set­ur þú það í ca ½ lítra af vatni. Það er vegna þess að stein­selj­an er öfl­ugri og það þarf minna af henni en af kórí­and­ern­um.
Láttu jurtirn­ar sjóða í tíu mín­út­ur. Taktu pott­inn af hell­unni og láttu vökv­ann kólna aðeins. Sigtaðu svo vökv­ann og settu hann í hrein­ar flösk­ur. Settu flösk­urn­ar í ís­skáp til að kólna.
  • Drekka má eitt glas, um 2-2,5 dl, á dag ef soðinn er kórí­and­er.
  • Drekka má 1/​3 dl ef soðin er stein­selja, því hún er mun öfl­ugri.
Þú munt taka eft­ir því að lík­am­inn los­ar sig við salt og önn­ur upp­söfnuð eit­ur­efni úr nýr­un­um í gegn­um þvagið og lykt­in af því verður sterk­ari. Einn skammt­ur af svona jurtaseyði á að duga til að hreinsa nýrun, en svo má end­ur­taka hreins­un­ina aft­ur eft­ir ein­hvern tíma.“
Sjá heim­ild­ir HÉR

Engin ummæli:

Skrifa ummæli